Bóka golfhermi

Gjafabréf í golfherma
Viðmótið í Trackman
Hér getur þú kynnst Trackman golfhermum frekar og þeim möguleikum sem í boði eru.
Trackman og appið
Við mælum svo sannarlega með að allir hlaði niður TrackMan appinu. Það tekur 1 til 2 mín að skrá sig inn í appið eftir að það hefur verið hlaðið í símann.
Með því að hlaða appinu þá nýtir þú tímann mun betur þegar mætt er í hermi.
Þegar Appið er klárt þá er bara nota Quick Log-in og skanna QR kóðann einfaldara getur það ekki verið. Appið heldur utan um allar tölfræði, forgjöf og hringina sem þú spilar.
Hvernig á að skrá sig inn á TPS með Trackman aðganginum þínum
TrackMan Shot analysis overview
Spila velli í TPS 8
Spila velli í TPS 9
Trackman Tracy – Tracy aðstoðar þig!
Trackman Test Center
Staðarreglur Golfklúbbs Hornafjarðar
Staðurinn er rekinn án fastra starfsmanna og því teystum við á góða umgengni viðskiptavina og að allir virði staðarreglur.
- Virðum ávallt tímamörk og tökum tillit til þeirra sem eru á undan og þeirra sem á eftir koma. Mætum 5 – 10 mín fyrir bókaðan tíma og munum eftir að það tekur smá tíma að ganga frá í lok leiks.
- Mikilvægt að nota hreina, nýlega (nýja) bolta svo tjald haldist sem lengst heilt.
- Mætum í hreinum skóm með hreinar kylfur.
- Göngum vel frá og hendum öllu rusli í ruslatunnur.
AÐ LEIK LOKNUM
Slökkvið á golfhermum að leik loknum ef næsti viðskiptavinur er ekki mættur með því að ýta á appelsínugula takann.
Öryggismál
Til að gæta öryggis erum við með eftirlitsmyndavélar inn í aðstöðunni og fyrir utan húsnæðið
Einungis lögregla mun fara yfir efnið sem þar er geymt ef tilefni er til slíks. Upptakan er geymd í 2 vikur áður en henni er sjálfkrafa eytt.
Staðfesting
Þegar lokið er við að bóka færðu tölvupóst með bókunarnúmeri, kóða að hurð og kvittun fyrir kaupunum. Golfklúbbur Hornafjarðar áskilur sér allan rétt til að bakfæra bókun ef grunur liggur á um einhvers konar misferli.
Við kaup á gjafabréfi og eða áskriftarkorti mun tölvupóstur berast með gjafabréfs númeri sem hægt er að nota til að bóka keypta þjónustu.
Greiðslur eru dulkóðaðar. Hægt er að nýta öll helstu debit- og kredit kort.
Greiðslan birtist í kortayfirliti þínu.
Forföll/Afbókanir
GHH býður upp á endurgreiðslu ef afbókun berst 12 tíma fyrir áætlaðan tíma.
ATH (Afbóka verður með því að smella á vefslóð (URL) sem fylgdi með í staðfestingapósti fyrir bókuninni).